Upp rís sól

Höfundur: Örn Friðriksson

Textahöfundur: Álfhildur Sigurðardóttir

Upp rís sól við fjallsins bröttu brún.
Breiðist geisladýrð um engi og tún.
Vekur gleði vor með bjarta daga.
Verpir fugl og lömbin una í haga.
Laufgast tré, nú lifnar allt og syngur.
Ljómandi er að vera Íslendingur.